Starfsmenn

MANNSKAPUR

Hannes hefur alla tíð stýrt rekstrinum af myndugleik en þegar starfsemin er eins viðamikil og raun ber vitni er nauðsynlegt að hafa fleiri góða menn í brúnni. Meðal þeirra má nefna kjarna starfsmennina Einar Birgisson byggingarfræðing og Sigríði Láru Sigurðardóttur skrifstofustjóra sem hafa verið hjá fyrirtækinu nánast frá upphafi og búa yfir mikilli uppsafnaðri reynslu og þekkingu.    

Starfsmannafjöldi K16 ræðst af umfangi verkefna hverju sinni en um 80 manns starfa þar alla jafna í fullu starfi ásamt undirverktökum. Þetta eru upp til hópa kraftmiklir einstaklingar sem hafa margir hverjir sýnt af sér sérlegan dugnað og hollustu í starfi í gegnum tíðina og kann fyrirtækið þeim miklar þakkir fyrir. Lagt er upp úr jákvæðum starfsanda og góðum aðbúnaði. Starfsmannafélagið rekur sumarbústað sem stendur félagsmönnum til boða og stendur félagið einnig fyrir ýmsum uppákomum og ferðalögum erlendis annað hvert ár sem þéttir hópinn og eykur starfsánægju. 

Agnar Eldberg Kofoed Hansen

Verkefnastjóri

agnar@k16.is
660-9292

Einar Birgisson

Byggingafræðingur Bsc

einar@k16.is
661-9032

Hannes Þór Baldursson

Framkvæmdastjóri/Eigandi

hannes@k16.is
862-9192

Sigríður Lára Sigurðardóttir

Skrifstofustjóri

bokhald@k16.is
869-2310