Verkefni
HELSTU VERK
K16 býr yfir öflugum tækjaflota og lager (pallar, mót, gámaeiningar, lyftarar, vinnubílar, vinnubúðir og verkfæri) til þess að takast á við hvers kyns verkefni sem á vegi þeirra verða. Verkefni hafa einkum falist í viðhaldsverkefnum fyrir einstaklinga, stærstu húsfélög landsins, sveitarfélög og ríkisstofnanir á Reykjavíkursvæðinu, en einnig í nýbyggingum, bæði innanbæjar og utan. K16 hefur mestmegnis starfað á útboðsmarkaði og unnið með öllum stærstu verkfræðistofum landsins.
Reykjavíkurborg – ótal viðhaldsverkefni í sundlaugum, leik- og grunnskólum borgarinnar eins og steypuviðgerðir, málun, gluggaskipti og þakskipti.
Ríkiseignir – K16 hefur unnið verk víðsvegar um landið fyrir Heilbrigðisstofnun Akraness, Heilsugæsluna á Höfn í Hornafirði, Menntaskólann á Laugarvatni ofl.
Landspítalinn – þar sem K16 sá m.a. um stækkun gjörgæslu við Hringbraut, en það var fyrsta útboðsverkefni sem fyrirtækið tók að sér árið 2008. Einnig hefur fyrirtækið séð um endursteiningu á Borgarspítalanum ásamt gluggaskiptum og ýmis verkefni fyrir Landakotsspítala, Vífilstaðaspítala, Kópavogsgerði og BUGL
Norðurál – K16 sá um að rífa og reisa nýtt hús fyrir skrifstofur í steypuskála
Landsvirkjun – allsherjar viðhald á Steingrímsstöð
Landhelgisgæslan – viðhald á þotuskýli
Verkefni þessi hafa verið vel unnin, yfirleitt klárast á réttum tíma og verkkaupar upp til hópa verið ánægðir með samstarfið og vinnubrögðin.
Samhliða áðurnefndum verkum hefur K16 verið mikið í nýbyggingum og þá sérstaklega atvinnuhúsnæði, ásamt mörgum uppsteypuverkefnum.
Styrktarbeiðni
Með því að fylla út formið hér fyrir neðan getur þú óskað eftir styrk fyrir þitt málefni. Vinsamlega taktu skýrt fram hvers vegna þú óskar eftir styrk og hver sé, ef einhver er ávinningurinn fyrir okkur.
Þeim beiðnum sem við getum orðið við er svarað innan tíu daga. Ef svar hefur ekki borist innan tíu daga verður að líta á það sem synjun.
Starfsumsókn
Fylltu út í formið hér fyrir neðan til að sækja um starf hjá K16.