UM OKKUR

UPPHAFIÐ

Hannes Þór Baldursson, eigandi K16 ehf, hóf feril sinn í læri hjá húsasmiðnum Herði Inga Torfasyni en eftir að hafa útskrifast sem byggingarmeistari stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Spæni ehf ásamt félaga sínum Óskari Þór Ólafssyni og kynntist þar byggingariðnaði og fyrirtækjarekstri af eigin raun. Síðar færði hann út kvíarnar og stofnaði Þórsafl hf árið 2000, sem starfaði af miklum krafti við viðhald og nýbyggingar til ársins 2007, þegar það hætti starfsemi eftir erfitt árferði í íslensku atvinnulífi. Nýtt fyrirtæki, K16 ehf, reis þó eins og Fönix úr öskunni á grunni Þórsafls og Viðhalds Fasteigna, sem Hannes átti með æskuvini sínum, Sæmundi Þór Sigurðssyni málarameistara. Með elju og útsjónarsemi hefur K16 allar götur síðan verið að gera góða hluti í byggingargeiranum og vaxið með hverju árinu sem líður.

STÆKKUN OG SAMSTARF

Upp á síðkastið hefur K16 verið að hasla sér völl á atvinnuhúsnæðismarkaði í samstarfi við fyrirtækið Eignabyggð en á vissum tímapunkti lágu leiðir Hannesar og athafnamannsins Brynjólfs S. Þorkelssonar saman og tóku þeir að sér að flytja 7500 fermetra hús á Rifi (Vatnsverksmiðjuna á Kólumbusarbryggju) yfir á Íshellu 1 í Hafnarfirði.  Eftir það verkefni héldu þeir samstarfinu áfram undir merkjum Eignabyggðar og byggðu 7.200 fermetra húsnæði í Suðurhrauni 10 í Garðabæ sem kláraðist í lok árs 2018. IKEA leigði neðri hæðina undir lager og skrifstofuhótel var innréttað á efri hæð.

K16 og Eignabyggð eru í nánu samstarfi við Alerio Nordic, lettneskt fyrirtæki sem flytur inn og reisir stálgrindarhús og er sú starfsemi í miklum blóma og örum vexti 

FJÁRHAGUR OG FRAMTÍÐIN

Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina sýnt samfélagsábyrgð í verki með því að styrkja ýmis félagasamtök og góðgerðarstarfsemi. Þess má geta að K16 hefur fengið viðurkenningu frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki síðustu fjögur ár í röð (2018-2021) en aðeins 2% íslenskra fyrirtækja uppfylla þau ströngu skilyrði sem Creditinfo setur um vottunina. Þessi fyrirtæki eiga það öll sameiginlegt að standa sig vel, byggja rekstur sinn sterkum stoðum og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Velta fyrirtækisins hefur vaxið mikið síðustu ár og stefnir nú í á annan milljarð. Framtíðin er björt hjá K16 sem mun halda áfram að vinna verkin vel og samviskusamlega samhliða eflingu og vexti fyrirtækisins.