Verkefni

HELSTU VERK

K16 býr yfir öflugum tækjaflota og lager (pallar, mót, gámaeiningar, lyftarar, vinnubílar, vinnubúðir og verkfæri) til þess að takast á við hvers kyns verkefni sem á vegi þeirra  verða. Verkefni hafa einkum falist í viðhaldsverkefnum fyrir einstaklinga, stærstu húsfélög landsins, sveitarfélög og ríkisstofnanir á Reykjavíkursvæðinu, en einnig í nýbyggingum, bæði innanbæjar og utan. K16 hefur mestmegnis starfað á útboðsmarkaði og unnið með öllum stærstu verkfræðistofum landsins.

Reykjavíkurborg – ótal viðhaldsverkefni í sundlaugum, leik- og grunnskólum borgarinnar eins og steypuviðgerðir, málun, gluggaskipti og þakskipti.

Ríkiseignir – K16 hefur unnið verk víðsvegar um landið fyrir Heilbrigðisstofnun Akraness, Heilsugæsluna á Höfn í Hornafirði, Menntaskólann á Laugarvatni ofl.

Landspítalinn – þar sem K16 sá m.a. um stækkun gjörgæslu við Hringbraut, en það var fyrsta útboðsverkefni sem fyrirtækið tók að sér árið 2008. Einnig hefur fyrirtækið séð um  endursteiningu á Borgarspítalanum ásamt gluggaskiptum og ýmis verkefni fyrir Landakotsspítala, Vífilstaðaspítala, Kópavogsgerði og BUGL

Norðurál – K16 sá um að rífa og reisa nýtt hús fyrir skrifstofur í steypuskála

Landsvirkjun – allsherjar viðhald á Steingrímsstöð

Landhelgisgæslan – viðhald á þotuskýli

Verkefni þessi hafa verið vel unnin, yfirleitt klárast á réttum tíma og verkkaupar upp til hópa verið ánægðir með samstarfið og vinnubrögðin.

Samhliða áðurnefndum verkum hefur K16 verið mikið í nýbyggingum og þá sérstaklega atvinnuhúsnæði, ásamt mörgum uppsteypuverkefnum.